Um verkefnin

Samkvæmt e-lið 1. mgr. 3. gr. laga nr. 40/2024 um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa við Grindavíkurbæ er eitt af verkefnum nefndarinnar að annast um könnun á jarðvegi/jarðskoðun vegna jarðhræringanna sem skekið hafa Grindavíkurbæ og nágrenni. Þetta er verkefni sem almannavarnir/embætti ríkislögreglustjóra hóf áður en nefndin tók til starfa þann 1. júní 2024, en nefndin og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa síðan haft samstarf um verkefnið.