Um verkefnin

Atvinnulíf

Grindavíkurnefnd leggur áherslu á að skapa skilyrði fyrir öflugt atvinnulíf í Grindavíkur.

Áður en náttúruhamfarir riðu yfir var atvinnulífið í bænum fjölbreytt og sterkt og hefur seigla þess hefur komið skýrt í ljós á þessum erfiðu tímum. Þrátt fyrir að öll fyrirtæki í Grindavík hafi orðið fyrir verulegum áhrifum af jarðhræringum á svæðinu hafa mörg þeirra haldið starfsemi sinni áfram. Sum hafa hins vegar þurft að draga úr eða jafnvel hætta rekstri, á meðan önnur hafa flutt starfsemi sína annað. Sjávarútvegur og ferðaþjónusta eru áfram burðarásar atvinnulífsins í Grindavík.

Mörg fyrirtæki hafa sýnt mikla aðlögunarhæfni og breytt rekstri sínum í takt við nýjar aðstæður. Til stuðnings hafa stjórnvöld gripið til margvíslegra aðgerða. Þá fyrst með stuðningi við launagreiðslur til að tryggja ráðningarsamband, en einnig með rekstrarstuðningi sem reyndist mörgum lykilatriði. Nú beinist stuðningurinn í auknum mæli að því að hjálpa fyrirtækjum að aðlagast breyttu rekstrarumhverfi til framtíðar.

Réttur til þessara úrræða nær eingöngu til þeirra fyrirtækja sem voru með starfsemi í Grindavík við rýmingu í nóvember 2023.

Atvinnulíf

Lesa meira

Atvinnulíf

Lesa meira

Atvinnulíf

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Öruggt aðgengi

Jarðhræringar og eldgos í Grindavík hafa valdið verulegum sprungum og skemmdum á yfirborði jarðar. Til að meta umfang og afleiðingar þessara atburða hófst jarðkönnun og jarðskoðun á vegum Almannavarna ríkislögreglustjóra. Verkefnið hefur meðal annars falið í sér kortlagningu sprungna, mat á tjóni og aðgerðir sem miða að auknu öryggi á svæðinu. Verkfræðistofan Verkís hefur umsjón með framkvæmdinni og vinnur hún í samstarfi við sérfræðinga á ýmsum sviðum, þar sem áhersla er lögð á reglubundna vöktun og frekari úrbætur.

Með stofnun Grindavíkurnefndar 1. júní 2024 fluttist verkefnið til hennar og hefur síðan verið unnið áfram í nánu samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Öruggt aðgengi

Lesa meira

Öruggt aðgengi

Lesa meira

Öruggt aðgengi

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Þjónustuteymi

Grindavíkurnefnd starfrækir Þjónustuteymi Grindvíkinga.
Hlutverk teymisins er að veita Grindvíkingum stuðning og stuðla að farsæld þeirra.

Hægt er að óska eftir ráðgjöf hjá teyminu með því að:

  • hafa samband í síma 545 0200

  • senda tölvupóst á radgjod@grn.is

  • eða sækja um rafrænt í gegnum island.is

Heimasíðu Þjónustuteymisins má finna hér: Þjónustuteymi Grindvíkinga – island.is

Staðsetning: Borgartún 33, Reykjavík

Þjónustuteymi

Lesa meira

Þjónustuteymi

Lesa meira

Þjónustuteymi

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Endurreisn Grindavíkur

Jarðhræringar á Reykjanesskaga hafa verið viðvarandi frá árinu 2020 og náðu hámarki með atburðum árið 2023 sem höfðu veruleg áhrif á samfélagið í Grindavík. Íbúar hafa síðan búið við mikla óvissu um framtíð bæjarins. Þrátt fyrir þessar aðstæður hefur samfélagið og atvinnulífið sýnt aðdáunarverða seiglu.

Samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna er endurreisn samfélaga eftir hamfarir ferli ákvarðana og aðgerða sem miðar að því að endurheimta eða bæta lífsskilyrði samfélags sem lent hefur í áfalli. Grindvíkingar eru hryggjarstykkið í endurreisnarstarfi bæjarins í samstarfi við ríkisvaldið, sérfræðinga og aðra hlutaðeigandi aðila.

Jarðhræringarnar sem hófust í nóvember 2023 hafa gert ljóst að ekki dugar að leysa eingöngu brýn verkefni til skamms tíma. Þörf er á að horfa til lengri tíma með áherslu á endurreisn og framtíðarþróun Grindavíkur. Þróun mála kallar á að áherslan færist smám saman frá viðbragðsaðgerðum yfir í stefnumótun sem byggir á samhæfingu og virku samráði við samfélagið. Alþjóðleg reynsla og rannsóknir á sviði endurreisnar sýna að slíkt ferli þarf að hefjast þótt náttúruvá sé ekki að fullu lokið. Á sama tíma verður að hafa í huga að áætlanir um endurreisn þurfa ávallt að taka mið af áframhaldandi jarðhræringum og þeirri óvissu sem þeim fylgir.

Fjölmörg verkefni hafa verið unnin af ólíkum aðilum síðustu misseri. Nú er mikilvægt að móta samræmda rammaáætlun um endurreisn. Forsenda árangurs er að rammaáætlunin byggi á gagnsæi, sameiginlegri sýn og virkri þátttöku Grindvíkinga. Samhliða verður að leita til sérfræðinga og alþjóðlegra aðila til að tryggja að ferlið byggi á bestu fáanlegu þekkingu og alþjóðlegri reynslu. Með því móti verður lagður traustari grunnur að framtíð bæjarins.

Í lögum um Grindavíkurnefnd er kveðið á um að nefndin skuli meðal annars vinna að áætlunum sem miða að endurreisn og uppbyggingu samfélagslegra verðmæta sveitarfélagsins. Slíkar aðgerðaáætlanir taka bæði til styttri og lengri tíma og fjalla um það hvernig hægt er að styðja við Grindvíkinga, styrkja innviði og efla samfélagið.

Í þessu samhengi hefur nefndin unnið að fjölbreyttum aðgerðaáætlunum sem miða að endurreisn og uppbyggingu samfélagslegra verðmæta, m.a.:

· aðgerðaáætlun um innviði, viðhald og framkvæmdir,
· stuðning við atvinnulífið,
· viðbótarhúsnæðisstuðning fyrir tekju- og eignaminni Grindvíkinga,
· aðgerðaáætlun um farsæld og sálfélagslegan stuðning við Grindvíkinga.



Endurreisn Grindavíkur

Lesa meira

Endurreisn Grindavíkur

Lesa meira

Endurreisn Grindavíkur

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Önnur verkefni

Grindavíkurnefnd hefur ýmis verkefni með höndum. Auk þeirra verkefna sem talin eru upp í 3. gr. laga nr. 40/2024 skal nefndin hafa heildaryfirsýn yfir málefni Grindavíkurbæjar vegna þeirra úrlausnarefna sem tengjast jarðhræringum í sveitarfélaginu, í samvinnu við Grindavíkurbæ, önnur stjórnvöld og aðra hlutaðeigandi aðila.

Önnur verkefni

Lesa meira

Önnur verkefni

Lesa meira

Önnur verkefni

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Innviðaframkvæmdir

Eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar er að hafa yfirumsjón með framkvæmd nauðsynlegra viðgerða á götum, stígum og opnum svæðum sem Grindavíkurbær er ábyrgur fyrir, sbr. f-liður 1. mgr. 3. gr. laga nr. 40/2024 um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa við Grindavíkurbæ.



Innviðaframkvæmdir

Lesa meira

Innviðaframkvæmdir

Lesa meira

Innviðaframkvæmdir

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Jarðhræringar og eldgos í Grindavík hafa valdið verulegum sprungum og skemmdum á yfirborði jarðar. Til að meta umfang og afleiðingar þessara atburða hófst jarðkönnun og jarðskoðun á vegum Almannavarna ríkislögreglustjóra. Verkefnið hefur meðal annars falið í sér kortlagningu sprungna, mat á tjóni og aðgerðir sem miða að auknu öryggi á svæðinu. Verkfræðistofan Verkís hefur umsjón með verkefninu í samstarfi við sérfræðinga á ýmsum sviðum, þar sem áhersla er lögð á reglubundna vöktun og frekari úrbætur.

Með stofnun Grindavíkurnefndar 1. júní 2024 fluttist verkefnið til hennar og hefur síðan verið unnið áfram í nánu samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Jarðkönnun er grundvallarþáttur í endurreisnarvinnu bæjarins og felur í sér mat á ástandi jarðvegs, yfirborðs og jarðlaga. Niðurstöðurnar nýtast m.a. til að ákveða hvar sé öruggt að ráðast í viðgerðir eða nýjar innviðaframkvæmdir og hvaða öryggisráðstafanir þurfi að gera.

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Jarðkönnun

Lesa meira

Samkvæmt e-lið 1. mgr. 3. gr. laga nr. 40/2024 um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa við Grindavíkurbæ er eitt af verkefnum nefndarinnar að annast um könnun á jarðvegi/jarðskoðun vegna jarðhræringanna sem skekið hafa Grindavíkurbæ og nágrenni. Þetta er verkefni sem almannavarnir/embætti ríkislögreglustjóra hóf áður en nefndin tók til starfa þann 1. júní 2024, en nefndin og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa síðan haft samstarf um verkefnið.

Samkvæmt e-lið 1. mgr. 3. gr. laga nr. 40/2024 um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa við Grindavíkurbæ er eitt af verkefnum nefndarinnar að annast um könnun á jarðvegi/jarðskoðun vegna jarðhræringanna sem skekið hafa Grindavíkurbæ og nágrenni. Þetta er verkefni sem almannavarnir/embætti ríkislögreglustjóra hóf áður en nefndin tók til starfa þann 1. júní 2024, en nefndin og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa síðan haft samstarf um verkefnið.