Atvinnulíf
Grindavíkurnefnd er ætlað að stuðla að öflugu atvinnulífi í Grindavík.
Fyrir náttúruhamfarir var mjög öflugt atvinnulíf í Grindavík. Seigla þess og þróttur reynst mikill því mörg þessara fyrirtækja hafa haldið út að vera með starfsemi þó vissulega hafa öll fyrirtæki bæjarins orðið fyrir neikvæðum áhrifum af völdum jarðhræringa og eldgosa. Sjávarútvegur og ferðaþjónusta eru umfangsmestu atvinnugreinar bæjarins.
Mörg fyrirtæki í Grindavík hafa aðlagað rekstur sinn breyttum aðstæðum. Í boði hafa verið stuðningsaðgerðir stjórnvalda. Fyrst voru stuðningur til fyrirtækja til greiðslu launa svo halda mætti ráðningarsambandi við starfsmenn. Jafnfram var farið að greiða rekstrarstuðning. Reyndust þessar aðgerðir mörgum fyrirtækjum vel. Nú hefur stuðningur við fyrirtæki færst meira í að styðja fyrirtæki til að aðlagastbreyttu rekstrarumhverfi.
Núverandi aðgerðir
Sóknarsjóður
Ný stuðningsúrræði munu miða að því að styðja fyrirtæki í vanda til frekari aðlögunar að breyttum aðstæðum. Úrræðin fela bæði í sér ráðgjöf og fjárhagsstuðning til þeirra rekstraraðila sem vilja koma starfsemi sinni í rekstrarhæft form til frambúðar, hvort sem er í Grindavík eða á öðrum stað, og þeirra sem vilja hætta rekstri en þurfa aðstoð við sölu eigna og slit á félagi.
Nýtt fyrirkomulag á stuðningi við fyrirtæki byggist á að velja þann stuðning sem hentar rekstri og efnahag einstakra fyrirtækja en ekki verður farið í uppkaup eigna eða greiðslu skulda fyrirtækja. Val á úrræðum mun þess í stað byggjast á eigin stefnumörkun fyrirtækja. Í boði verður ráðgjöf til fyrirtækja til að útfæra lausnir, endurskipuleggja rekstur og eftir atvikum sækja um fjárhagslegan stuðning til uppbyggingar, umbreytingar og aðlögunar að breyttum aðstæðum. Þá verður boðið upp á fjármálaráðgjöf og almenna atvinnuráðgjöf.
Sóknarsjóður verður settur á laggirnar í umsýslu Byggðastofnunar. Hjá sjóðnum munu fyrirtæki geta sótt um styrk í formi mótframlags vegna tækjakaupa, flutnings á búnaði, uppsetningu á aðstöðu eða framleiðslutækjum, eða tímabundinn rekstrarstuðning sem áfanga í uppbyggingu að sjálfbærum rekstri.
Hér að neðan má finna reglur um úthlutun Byggðastofnunar á framlögum úr Sóknarsjóði.
Sóknaráætlun
Ný stuðningsúrræði munu miða að því að styðja fyrirtæki í vanda til frekari aðlögunar að breyttum aðstæðum. Úrræðin fela bæði í sér ráðgjöf og fjárhagsstuðning til þeirra rekstraraðila sem vilja koma starfsemi sinni í rekstrarhæft form til frambúðar, hvort sem er í Grindavík eða á öðrum stað, og þeirra sem vilja hætta rekstri en þurfa aðstoð við sölu eigna og slit á félagi.
Nýtt fyrirkomulag á stuðningi við fyrirtæki byggist á að velja þann stuðning sem hentar rekstri og efnahag einstakra fyrirtækja en ekki verður farið í uppkaup eigna eða greiðslu skulda fyrirtækja. Val á úrræðum mun þess í stað byggjast á eigin stefnumörkun fyrirtækja. Í boði verður ráðgjöf til fyrirtækja til að útfæra lausnir, endurskipuleggja rekstur og eftir atvikum sækja um fjárhagslegan stuðning til uppbyggingar, umbreytingar og aðlögunar að breyttum aðstæðum. Þá verður boðið upp á fjármálaráðgjöf og almenna atvinnuráðgjöf.
Undir merkjum Sóknaráætlunar Suðurnesja hefur fé verið ráðstafað til verkefna sem snúa m.a. að markaðssetningu, vöruþróun og nýsköpun. Stuðningurinn er einkum ætlaður einyrkjum og smærri fyrirtækjum sem voru með starfsemi í Grindavík 10. nóvember 2023, eru í rekstri og hafa a.m.k. einn starfsmann á launaskrá og veltu undir 500 milljónum króna.
Sjá nánar hér:
https://sss.is/uthlutun-uppbyggingarsjods-til-fyrirtaekja-i-grindavik/
Fyrri aðgerðir
Ríkið hefur stutt við fyrirtæki í Grindavík með ýmsum hætti. Tekjufall hefur verið bætt að hluta með rekstrarstyrkjum og styrkur til greiðslu launa var veittur á árunum 2023 og 2024.
Skjöl
04.09.2025