Endurreisn Grindavíkur
Í kjölfar náttúruhamfara eins og þeirra sem hafa orðið í og við Grindfavík þarf að huga að endurrreisn. Það þarf að vera ítarleg rammaáætlun um hvernig skuli brugðist við og hagað uppbyggingu til framtíðar. Ætlunin hefur alltaf verið að byggja upp gott og farsælt samfélag í Grindavík eins og það var áður. Þeir sem áður bjuggu í Grindavík og aðrir sem vilja setjast að í Grindavík geta þannig haft þær ráðagerðir í sínum framtíðarplönum. Það er einnig mikilvægt atvinnulífi að sjá fram í tímann og geta hagað sínum rekstri miðað við að halda þar áfram og helst að byggja upp og fjárfesta.
Þó landris sé enn í gangi og búast má við fleiri eldgosum á næstunni verður að hugað að endurreisn. Áform þurfa þá mögulega að endurskoðast ef atburðir verða þannig.
Allt frá því brugðist var við núverandi hrinu atburða hefur verið unnið að einstökum verkefnum sem telja má til endurreisnar. Má þar nefna fylling á jarðsprungum, stuðningur við atvinnulíf og skipulag bæjarlandsins í Grindavík.
Á vegum Grindavíkurnefndar, ráðuneyta og fleiri hefur verið unnið að ýmsum skýrslum, greinargerðum og fleiru er varða undirbúning endurreisnar og sklipulag vinnu á því sviði. Hér er aðgangur að þeim gögnum. Eftir því sem þessu fjölgar og betri mynd kemst á það mun framsetning breytast og taka á sig skýrari mynd.