Önnur verkefni
Grindavíkurnefnd hefur ýmis verkefni með höndum. Auk þeirra verkefna sem talin eru upp í 3. gr. laga nr. 40/2024 skal nefndin hafa heildaryfirsýn yfir málefni Grindavíkurbæjar vegna þeirra úrlausnarefna sem tengjast jarðhræringum í sveitarfélaginu, í samvinnu við Grindavíkurbæ, önnur stjórnvöld og aðra hlutaðeigandi aðila.