Jarðkönnun

Jarðhræringar og eldgos í Grindavík hafa valdið verulegum sprungum og skemmdum á yfirborði jarðar. Til að meta umfang og afleiðingar þessara atburða hófst jarðkönnun og jarðskoðun á vegum Almannavarna ríkislögreglustjóra. Verkefnið hefur meðal annars falið í sér kortlagningu sprungna, mat á tjóni og aðgerðir sem miða að auknu öryggi á svæðinu. Verkfræðistofan Verkís hefur umsjón með verkefninu í samstarfi við sérfræðinga á ýmsum sviðum, þar sem áhersla er lögð á reglubundna vöktun og frekari úrbætur.

Með stofnun Grindavíkurnefndar 1. júní 2024 fluttist verkefnið til hennar og hefur síðan verið unnið áfram í nánu samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Jarðkönnun er grundvallarþáttur í endurreisnarvinnu bæjarins og felur í sér mat á ástandi jarðvegs, yfirborðs og jarðlaga. Niðurstöðurnar nýtast m.a. til að ákveða hvar sé öruggt að ráðast í viðgerðir eða nýjar innviðaframkvæmdir og hvaða öryggisráðstafanir þurfi að gera.

Eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar er að annast um könnun á jarðvegi/jarðskoðun vegna jarðhræringanna sem skekið hafa Grindavíkurbæ og nágrenni, sbr. e-liður 1. mgr. 3. gr. laga nr. 40/2024 um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa við Grindavíkurbæ . Þetta er verkefni sem almannavarnir/embætti ríkislögreglustjóra hóf áður en nefndin tók til starfa þann 1. júní 2024, en nefndin og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa síðan haft samstarf um verkefnið.


Verkfræðistofan Verkís hefur haft með höndum verkefnisstjórn jarðkönnunarinnar en átt samstarf við fleiri aðila þar um. Markmið verkefnisins var að meta umfang sprunguhreyfinga og áhrif þeirra á innviði, auk þess að leggja grunn að áframhaldandi vöktun og viðbrögðum.


Kortasjá af grindavík

Á meðfylgjandi kortasjá er hægt að sjá upplýsingar um varnargarða, öryggisgirðingar, hraun, sprungur o.fl. undir þekjunni „Jarðeldar í Grindavík“.

https://www.map.is/grindavik/

Niðurstöður jarðkönnunar

Þær skýrslur sem hér eru birtar eru lokaskýrslur eftir þrjá fasa jarðkönnunar en fjórði fasinn nær til opinna svæða utan þéttbýlis Grindavíkur og verður ráðist í þann hluta síðar. Jarðkönnun Grindavíkur hefur veitt mikilvægar upplýsingar um ástand sprungna, jarðlaga og innviða. Þó að jarðkönnunarverkefnum sem skilgreind hafa verið innan Grindavíkur sé lokið er mikilvægt að hafa í huga að jarðhræringar í og við Grindavík eru enn í gangi og möguleiki á frekari sprunguhreyfingum í framtíðinni.


Mikilvægt er að undirstrika að niðurstöður jarðkönnunarinnar miðast við bestu fyrirliggjandi upplýsingar á þeim tíma sem rannsóknir fóru fram og ekki er útilokað að jarðvegur breytist og ný ummerki komi í ljós á svæðum þar sem jarðkönnun er lokið.

Skýrslurnar eru eign íslenska ríkisins. Heimilt er að nýta efni úr skýrslunni en þá skal geta heimildar.


Eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar er að annast um könnun á jarðvegi/jarðskoðun vegna jarðhræringanna sem skekið hafa Grindavíkurbæ og nágrenni, sbr. e-liður 1. mgr. 3. gr. laga nr. 40/2024 um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa við Grindavíkurbæ . Þetta er verkefni sem almannavarnir/embætti ríkislögreglustjóra hóf áður en nefndin tók til starfa þann 1. júní 2024, en nefndin og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa síðan haft samstarf um verkefnið.


Verkfræðistofan Verkís hefur haft með höndum verkefnisstjórn jarðkönnunarinnar en átt samstarf við fleiri aðila þar um. Markmið verkefnisins var að meta umfang sprunguhreyfinga og áhrif þeirra á innviði, auk þess að leggja grunn að áframhaldandi vöktun og viðbrögðum.


Kortasjá af grindavík

Á meðfylgjandi kortasjá er hægt að sjá upplýsingar um varnargarða, öryggisgirðingar, hraun, sprungur o.fl. undir þekjunni „Jarðeldar í Grindavík“.

https://www.map.is/grindavik/

Niðurstöður jarðkönnunar

Þær skýrslur sem hér eru birtar eru lokaskýrslur eftir þrjá fasa jarðkönnunar en fjórði fasinn nær til opinna svæða utan þéttbýlis Grindavíkur og verður ráðist í þann hluta síðar. Jarðkönnun Grindavíkur hefur veitt mikilvægar upplýsingar um ástand sprungna, jarðlaga og innviða. Þó að jarðkönnunarverkefnum sem skilgreind hafa verið innan Grindavíkur sé lokið er mikilvægt að hafa í huga að jarðhræringar í og við Grindavík eru enn í gangi og möguleiki á frekari sprunguhreyfingum í framtíðinni.


Mikilvægt er að undirstrika að niðurstöður jarðkönnunarinnar miðast við bestu fyrirliggjandi upplýsingar á þeim tíma sem rannsóknir fóru fram og ekki er útilokað að jarðvegur breytist og ný ummerki komi í ljós á svæðum þar sem jarðkönnun er lokið.

Skýrslurnar eru eign íslenska ríkisins. Heimilt er að nýta efni úr skýrslunni en þá skal geta heimildar.