Öruggt aðgengi

Jarðhræringar og eldgos í Grindavík opnuðu sprungur á yfirborði jarðar sem með tilheyrandi hættu. Aðgengi að Grindavík veðrur ekki öruggt nema að brugðist sé við með viðgerðum. Viðamikið rannsókarnverkefni af sett af stað fljótlega eftir að mestu jarðhræringar urðu til að kortleggja skemmdir og undirbúa viðgerðir. Var það unnið á vegum Almannavarna en aðkoma Grindavíkurnefndar að því verkefni var talsverð enda nefndinni ætlað að standa að viðgerðum.

Verkfræðistofan Verkís hefur haft með höndum verkefnisstjórn jarðkönnunarinnar en átt samstarf við fleiri aðila þar um. Markmið verkefnisins var að meta umfang sprunguhreyfinga og áhrif þeirra á innviði, auk þess að leggja grunn að áframhaldandi vöktun og viðbrögðum.

Öruggt aðgengi að Grindavík er forsenda þess að öll önnur endurreisn geti hafist í bænum.



Kortasjá af grindavík

Á kortasjá er hægt að sjá upplýsingar um varnargarða, öryggisgirðingar, hraun, sprungur o.fl. undir þekjunni „Jarðeldar í Grindavík“.

https://www.map.is/grindavik/


Niðurstöður jarðkönnunar

Gerðar hafa verið skýrslur fyrir þrjá fasa jarðkönnunar en fjórði fasinn nær til opinna svæða utan þéttbýlis Grindavíkur og verður ráðist í þann hluta síðar. Jarðkönnun Grindavíkur hefur veitt mikilvægar upplýsingar um ástand sprungna, jarðlaga og innviða. Þó að jarðkönnunarverkefnum sem skilgreind hafa verið innan Grindavíkur sé lokið er mikilvægt að hafa í huga að jarðhræringar í og við Grindavík eru enn í gangi og möguleiki á frekari sprunguhreyfingum í framtíðinni. Eftir hvern atburð fer fram skoðun á því hvort aflögun hafi orðið á jarðvegi og sprungur myndast.

Mikilvægt er að undirstrika að niðurstöður jarðkönnunarinnar miðast við bestu fyrirliggjandi upplýsingar á þeim tíma sem rannsóknir fóru fram og ekki er útilokað að jarðvegur breytist og ný ummerki komi í ljós á svæðum þar sem jarðkönnun er lokið.

Skýrslurnar eru eign íslenska ríkisins. Heimilt er að nýta efni úr skýrslunum en geta skal heimildar.


Aðgerðaáætlun um innviðaframkvæmdir

Á vegum Grindavíkurnefndar hefur á verið unnið að framkvæmd aðgerðaráætlunar vegna viðgerða á innviðum innan þéttbýlis í Grindavík. Framkvæmdum í aðgerðaáætlun 1 lauk að mestu sumarið 2025. Aðgerðaáætlun 2 hefur nú verið samþykkt af forsætisráðherra en unnið verður að framkvæmdum samkvæmt henni allt til ársins 2027. Fjármögnun hennar er að stærstum hluta frá ríkinu en Grindavíkurbær ber tæplega fjórðung kostnaðar. Aðgerðaáætlanir eru í hlekkjum hér að neðan.

Skjöl

29.08.2025

Jarðkönnun - Lokaniðurstöður norðurhluti - Fasi 1 og 2

26.06.2025

Jarðkönnun - Lokaniðurstöður - Fasar 1-3

05.06.2025

Jarðkönnun - Lokaniðurstöður vesturhluti - Fasi 1 og 2

19.05.2025

Jarðkönnun - Lokaniðurstöður suðurhluti - Fasi 1 og 2

05.07.2024

Aðgerðaáætlun vegna viðgerða á innviðum innan þéttbýlis í Grindavík o.fl.