Samfélagslegur stuðningur
Grindavíkurnefnd hefur útbúið aðgerðaáætlun um farsæld og samfélagslegan stuðning við Grindvíkinga. Áætlunin hefur verið send forsætisráðherra til staðfestingar.
Grindavíkurnefnd rekur þjónustuteymi Grindvíkinga. Hlutverk þjónustuteymis Grindvíkinga er að hlúa að íbúum Grindavíkur og stuðla að farsæld þeirra til framtíðar.
Teymið samanstendur af sérfræðingum sem vinna að málum Grindvíkinga á þverfaglegan hátt og eru með fjölbreytta þekkingu og reynslu. Þar á meðal eru sálfræðingar, félagsráðgjafar, lýðheilsufræðingur og sérfræðingur í skólamálum. Þjónustuteymið getur einnig átt samskipti við sveitarfélög þar sem Grindvíkingar hafa komið sér fyrir, sé þess óskað.
Teymið er til húsa í Borgartúni 33 í Reykjavík.
Hægt er að sækja um ráðgjöf hjá teyminu eða hafa samband í síma 545 0200.
Heimasíðu þjónustuteymisins má nálgast hér: https://island.is/v/fyrir-grindavik
Aðgerðaáætlun nefndarinnar miðar að því að hlúa að íbúum Grindavíkur og stuðla að farsæld þeirra til framtíðar. Markmið aðgerðanna er að móta traustan grunn sem endurspeglar raunverulegar aðstæður og fjölbreyttar þarfir Grindvíkinga.
Í áætluninni er stuðst við þrískiptingu verkefna í kjölfar hamfara:
Velferð: Líkamleg, andleg og félagsleg velferð fólks.
Innviðir og umhverfi: Mannvirki, samgöngukerfi, veitukerfi, fjarskipti og náttúrulegt umhverfi.
Efnahagur: Fjárhagur og starfsemi sveitarfélags og ríkis, fyrirtækja og einstaklinga.
Tillögur nefndarinnar má nálgast í skjölum hér að neðan.
Sálræn þjónusta
Þjónustuteymi Grindvíkinga sér um aðgengi að úrræðum eins og tímum hjá sálfræðingum, hópmeðferð og fræðslu. Hægt er að óska eftir ráðgjöf með því að senda beiðni eða hringja í síma 5450200 á milli 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á milli 09:00 til 15:00 á föstudögum. Einnig er hægt að senda okkur fyrirspurn á radgjof@grn.is.
Sjá nánar hér: https://island.is/v/fyrir-grindavik/lidan-og-bjargrad
Leik- og grunnskóli
Safnskólar fyrir grunn- og leikskólabörn frá Grindavík voru lagðir af vorið 2023. Lögð er áhersla á að börn sæki skóla sem næst sínu heimili. Foreldrar og forráðamenn þurfa því að sækja um skólavist fyrir börn sín í því sveitarfélagi þar sem þau munu búa.
Sjá nánar hér: https://island.is/v/fyrir-grindavik/skolamal
Skjöl
08.09.2025