Um verkefnin

Samkvæmt e-lið 1. mgr. 3. gr. laga nr. 40/2024 um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa við Grindavíkurbæ er eitt af verkefnum nefndarinnar að annast um könnun á jarðvegi/jarðskoðun vegna jarðhræringanna sem skekið hafa Grindavíkurbæ og nágrenni. Þetta er verkefni sem almannavarnir/embætti ríkislögreglustjóra hóf áður en nefndin tók til starfa þann 1. júní 2024, en nefndin og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa síðan haft samstarf um verkefnið.

Þjónustuteymi

Þjónustuteymið hóf störf í júní 2024 og starfar samkvæmt lögum um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Samkvæmt lögunum nær þjónustan sérstaklega til þeirra sem áttu lögheimili í Grindavík þann 10. nóvember 2023.

Hlutverk þjónustuteymisins er að hlúa að Grindvíkingum og stuðla að farsæld þeirra. Teymið samþættir þjónustu fyrir íbúa Grindavíkurbæjar, meðal annars þegar kemur að skóla- og frístundastarfi, félagsþjónustu, barnaverndarþjónustu, þjónustu við eldra fólk, fatlað fólk og aðra viðkvæma hópa, sem og stuðningi á sviði húsnæðis- og vinnumarkaðsmála.

Verkefni þjónustuteymisins fela einnig í sér að vinna tillögur og áætlanir um stuðning við Grindvíkinga og eiga virkt samráð við móttökusveitarfélög, stjórnvöld og aðra aðila um skipulag og framkvæmd þjónustu.

Hægt er að óska eftir ráðgjöf hjá teyminu með því að:

  • Hafa samband í síma 545 0200

  • Senda tölvupóst á radgjod@grn.is

  • Sækja um rafrænt í gegnum island.is

Teymið er til húsa í Borgartúni 33 í Reykjavík.



Þjónustuteymi

Lesa meira

Þjónustuteymi

Lesa meira

Þjónustuteymi

Lesa meira

Rýnihópaverkefni

Nú stendur yfir rýnihópaverkefni þjónustuteymisins sem miðar að því að fá fram reynslu og sjónarmið Grindvíkinga eftir rýminguna. Markmiðið er að kortleggja stöðu og framtíðarsýn Grindvíkinga, greina þarfir ólíkra hópa og nýta niðurstöðurnar til að móta úrræði og stuðning í samræmi við þær. 

Rýnihópaverkefni

Lesa meira

Rýnihópaverkefni

Lesa meira

Rýnihópaverkefni

Lesa meira

Félagsleg ráðgjöf

Ráðgjafar þjónustuteymisins veita Grindvíkingum leiðbeiningar, stuðning og tengingu við úrræði í nærumhverfi. Þeir aðstoða einnig sérstaklega í tengslum við atvinnumissi, búsetu og aðra félagslega þætti, og geta tengt fólk við viðeigandi þjónustu þar sem það er nú búsett.

Þjónustuteymið hefur ekki sömu úrræði og félagsþjónusta sveitarfélaga. Ekki er því hægt að sækja um fjárhagslega aðstoð hjá teyminu, að undanskildum sértækum úrræðum sem sérstaklega eru ætluð Grindvíkingum, svo sem viðbótarhúsnæðisstuðningi og sálrænum stuðningi.

Félagsþjónusta sveitarfélaga er áfram lykilþáttur í að tengja fólk við úrræði og þjónustu, m.a. fyrir einstaklinga með fötlun eða aðrar sértækar þarfir.

Hvernig færðu ráðgjöf hjá Þjónustuteyminu?

Þú getur fengið félagslega ráðgjöf hjá þjónustuteyminu með því að:

  • Sækja um félagslega ráðgjöf hér: Sækja um ráðgjöf hjá þjónustuteyminu

  • eða hafa samband beint í síma 545 0200 eða á netfangið radgjof@grn.is

Félagsleg ráðgjöf

Lesa meira

Félagsleg ráðgjöf

Lesa meira

Félagsleg ráðgjöf

Lesa meira

Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna

Farsæld barna eða samþætting þjónustu í þágu farsældar barna – byggir á lögum sem gilda fyrir öll sveitarfélög, stofnanir og þjónustuveitendur sem starfa með börnum og ungmennum um allt land.

Lögin, sem oft eru nefnd farsældarlögin eða lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, hafa það markmið að efla þjónustu við börn og fjölskyldur með því að stuðla að nánu samstarfi þeirra aðila sem koma að málefnum barna.

Með lögunum er tryggt að börn og foreldrar fái viðeigandi aðstoð á réttum tíma og frá réttum aðilum. Þegar þjónustan er tengd saman og unnið er í sameiningu að farsæld barna verður auðveldara fyrir fjölskyldur að fá samfellda og viðeigandi þjónustu.

Nálgast má nánari upplýsingar á vef Farsældar barna, einnig eru þar skýringar á hugtökum

Samkvæmt lögum nr. 40/2024 um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ hefur sveitarstjórn heimild til að fela framkvæmdanefndinni ábyrgð á ákveðnum verkefnum sveitarfélagsins.

Grindavíkurbær nýtti þessa heimild í ágúst 2024 og fól framkvæmdanefndinni Grindavíkurnefnd ábyrgð og framkvæmd lögbundinna verkefna sveitarfélagsins á grundvelli laga nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Þetta þýðir að Grindavíkurnefnd ber nú ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu í samræmi við þessi lög, sem miða að því að tryggja börnum og fjölskyldum samfellda og samþætta þjónustu.

Börn sem eiga lögheimili í Grindavík geta sótt um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hjá þjónustuteymi Grindvíkinga. Þjónustuteymið sér um framkvæmd samþættingar og veitir foreldrum og forsjáraðilum ráðgjöf og stuðning.

Hægt er að sækja um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hér : island.is


Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna

Lesa meira

Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna

Lesa meira

Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna

Lesa meira

Húsnæðismál

Á sviði húsnæðismála hefur þjónustuteymið haldið utan um forgangslista yfir laus húsnæðisúrræði hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum, þar á meðal Bríeti og Bjargi, sem keyptu íbúðir sérstaklega til að mæta þörfum Grindvíkinga.

Finna húsnæði til leigu;

Íbúðafélagið Bjarg og leigufélagið Bríet eru með leiguíbúðir sem sérstaklega eru ætlaðar Grindvíkingum.

Sjá nánar hér: https://island.is/v/fyrir-grindavik/husnaedi

Jafnframt hefur teymið séð um framkvæmd viðbótarhúsnæðisstuðnings fyrir tekju- og eignaminni Grindvíkinga. Markmið viðbótarhúsnæðisstuðnings er að styðja tímabundið sérstaklega við Grindvíkinga, sem búa í leiguhúsnæði og eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum, til að lækka húsnæðiskostnað á meðan leitað er varanlegri lausna á húsnæðisvanda þeirra. 

Úrræðið er tímabundið til næstu áramóta. Hægt er að sækja um stuðninginn vegna leigu húsnæðis á tímabilinu 1. apríl 2025 til 30. nóvember 2025. 

Í úrræðinu felst m.a. að þjónustuteymi Grindavíkinga veiti viðkomandi einstaklingamiðaða félagslega ráðgjöf með það að markmiði að greina húsnæðisvanda viðkomandi og leita varanlegri lausna þar á. Þjónustuteymið mun því m.a. aðstoða viðkomandi við leit að hagkvæmara húsnæði. Einnig mun teymið veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál og viðeigandi stuðning að öðru leyti. Þjónustuteymið hefur milligöngu um að tengja viðkomandi inn í félagsleg úrræði í sínu búsetusveitarfélagi á tímabili viðbótarhúsnæðisstuðningsins.

Sjá nánar um viðbótarhúsnæðisstuðning hér: https://island.is/vidbotar-husnaedisstudningur-fyrir-ibua-grindavikur

Húsnæðismál

Lesa meira

Húsnæðismál

Lesa meira

Húsnæðismál

Lesa meira

Leik- og grunnskóli

Samkvæmt lögum nr. 40/2024 um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ hefur sveitarstjórn heimild til að fela framkvæmdanefndinni ábyrgð á ákveðnum verkefnum sveitarfélagsins. Grindavíkurbær nýtti þessa heimild í ágúst 2024 og fól framkvæmdanefndinni, svokallaðri Grindavíkurnefnd, ábyrgð á framkvæmd laga um leikskóla og grunnskóla.

Það þýðir að Grindavíkurnefnd ber nú ábyrgð á skipulagi og framkvæmd skólamála í Grindavík, en þjónustuteymi nefndarinnar sér um að veita foreldrum og forsjáraðilum ráðgjöf og stuðning í tengslum við skólagöngu barna og ungmenna.

Ákvörðun hefur verið tekin um að ekki verði skólahald í Grindavík skólaárið 2025–2026. Skólaganga barna með lögheimili í Grindavík hefur því verið skipulögð í öðrum sveitarfélögum, í samræmi við ákvæði grunnskólalaga þegar skólastarf í heimabyggð er óframkvæmanlegt.

Hér er hægt að sækja um stuðning vegna skólamála : https://island.is/v/fyrir-grindavik/skolamal



Leik- og grunnskóli

Lesa meira

Leik- og grunnskóli

Lesa meira

Leik- og grunnskóli

Lesa meira

Sálræn þjónusta

Þjónustuteymi Grindvíkinga veitir sálrænan stuðning sem felur í sér að styðja við Grindvíkinga bæði þegar kemur að andlegri líðan og þeim fjölmörgu þáttum sem tengist aðlögun Grindvíkinga í kjölfar rýmingar bæjarins.

Stuðningurinn felur m.a. í sér:

  • virka hlustun og rými til að tjá tilfinningar og líðan,

  • ráðgjöf um úrræði í nærumhverfi,

  • tengingu við viðeigandi þjónustu, s.s. sálfræðiviðtöl, áfallameðferð, fjölskyldu- og pararáðgjöf.

Þjónustuteymið er í samvinnu við opinberar heilbrigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi sálfræðinga til að veita Grindvíkingum aðgengi að sálfræðiþjónustu.

Hægt er að sækja um sálrænan stuðning hér : Sækja um ráðgjöf hjá þjónustuteyminu

Sálræn þjónusta

Lesa meira

Sálræn þjónusta

Lesa meira

Sálræn þjónusta

Lesa meira