Húsnæðismál

Grindavíkurnefnd rekur þjónustuteymi Grindvíkinga. Hlutverk þjónustuteymis Grindvíkinga er að hlúa að íbúum Grindavíkur og stuðla að farsæld þeirra til framtíðar.

Teymið samanstendur af sérfræðingum sem vinna að málum Grindvíkinga á þverfaglegan hátt og eru með fjölbreytta þekkingu og reynslu. Þar á meðal eru sálfræðingar, félagsráðgjafar, lýðheilsufræðingur og sérfræðingur í skólamálum. Þjónustuteymið getur einnig átt samskipti við sveitarfélög þar sem Grindvíkingar hafa komið sér fyrir, sé þess óskað.

Teymið er til húsa í Borgartúni 33 í Reykjavík.

Hægt er að sækja um ráðgjöf hjá teyminu eða hafa samband í síma 545 0200.

Heimasíðu þjónustuteymisins má nálgast hér: https://island.is/v/fyrir-grindavik


Húsnæði

Íbúðafélagið Bjarg og leigufélagið Bríet eru með leiguíbúðir sem sérstaklega eru ætlaðar Grindvíkingum.

Sjá nánar hér: https://island.is/v/fyrir-grindavik/husnaedi


Viðbótarhúsnæðisstuðningur

Markmið viðbótarhúsnæðisstuðnings er að styðja tímabundið sérstaklega við Grindvíkinga, sem búa í leiguhúsnæði og eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum, til að lækka húsnæðiskostnað á meðan leitað er varanlegri lausna á húsnæðisvanda þeirra. 

Úrræðið er tímabundið til næstu áramóta. Hægt er að sækja um stuðninginn vegna leigu húsnæðis á tímabilinu 1. apríl 2025 til 30. nóvember 2025. 

Í úrræðinu felst m.a. að þjónustuteymi Grindavíkinga veiti viðkomandi einstaklingamiðaða félagslega ráðgjöf með það að markmiði að greina húsnæðisvanda viðkomandi og leita varanlegri lausna þar á. Þjónustuteymið mun því m.a. aðstoða viðkomandi við leit að hagkvæmara húsnæði. Einnig mun teymið veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál og viðeigandi stuðning að öðru leyti. Þjónustuteymið hefur milligöngu um að tengja viðkomandi inn í félagsleg úrræði í sínu búsetusveitarfélagi á tímabili viðbótarhúsnæðisstuðningsins.

Sjá nánar um viðbótarhúsnæðisstuðning hér: https://island.is/vidbotar-husnaedisstudningur-fyrir-ibua-grindavikur

Skjöl