Félagsleg ráðgjöf
Ráðgjafar þjónustuteymisins veita Grindvíkingum leiðbeiningar, stuðning og tengingu við úrræði í nærumhverfi. Þeir aðstoða einnig sérstaklega vegna atvinnumissis og geta tengt fólk við viðeigandi þjónustu þar sem það er nú búsett.
Þjónustuteymið hefur ekki sömu úrræði og félagsþjónusta sveitarfélaga. Ekki er því hægt að sækja um fjárhagslega aðstoð hjá teyminu, að undanskildum sértækum úrræðum sem sérstaklega eru ætluð Grindvíkingum, svo sem viðbótarhúsnæðisstuðningi og sálrænum stuðningi.
Félagsþjónusta sveitarfélaga er áfram lykilþáttur í að tengja fólk við úrræði og þjónustu, m.a. fyrir einstaklinga með fötlun eða aðrar sértækar þarfir.