Leik- og grunnskóli
Grindavíkurnefnd rekur þjónustuteymi Grindvíkinga. Hlutverk þjónustuteymis Grindvíkinga er að hlúa að íbúum Grindavíkur og stuðla að farsæld þeirra til framtíðar.
Teymið samanstendur af sérfræðingum sem vinna að málum Grindvíkinga á þverfaglegan hátt og eru með fjölbreytta þekkingu og reynslu. Þar á meðal eru sálfræðingar, félagsráðgjafar, lýðheilsufræðingur og sérfræðingur í skólamálum. Þjónustuteymið getur einnig átt samskipti við sveitarfélög þar sem Grindvíkingar hafa komið sér fyrir, sé þess óskað.
Teymið er til húsa í Borgartúni 33 í Reykjavík.
Hægt er að sækja um ráðgjöf hjá teyminu eða hafa samband í síma 545 0200.
Heimasíðu þjónustuteymisins má nálgast hér: https://island.is/v/fyrir-grindavik
Leik- og grunnskóli
Safnskólar fyrir grunn- og leikskólabörn frá Grindavík voru lagðir af vorið 2023. Lögð er áhersla á að börn sæki skóla sem næst sínu heimili. Foreldrar og forráðamenn þurfa því að sækja um skólavist fyrir börn sín í því sveitarfélagi þar sem þau munu búa.
Sjá nánar hér: https://island.is/v/fyrir-grindavik/skolamal