Oct 13, 2025
Nýtt áhættumat vegna jarðhræringa í Grindavík
Nýtt áhættumat fyrir Grindavík hefur verið gefið út af Grindavíkurnefnd í samvinnu við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Áhættumatið er birt á vefsíðu Almannavarna.
Grindavíkurnefnd er í lögum nr. 40/2024 ætlað að annast gerð áhættumats fyrir þéttbýli í Grindavíkurbæ í samvinnu við Ríkislögreglustjóra.