Oct 13, 2025
Endurreisn Grindavíkur. Samráð við Grindavíkinga um næstu skref
Í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið birt umræðuskjal Grindavíkurnefndar um sveitarstjórnarkosningar, stjórnskipulag og samráð í endurreisnarferlinu. Umræðuskjalið var birt í kjölfar opins fundar sem nefndin boðaði til í gær í Grindavík. Þar fór Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar yfir efni umræðuskjalsins, Elif Ayhan, yfirmaður hamfarastjórnunar hjá Alþjóðabankanum sagði frá reynslu og þekkingu bankans á endurreisn í kjölfar náttúruhamfara. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði fundinn. Að því loknu voru umræður og fyrirspurnir. Upptaka af fundinum er hér að neðan. Glærur Árna og Elif eru einnig hér að neðan.
Grindavíkurnefnd hvetur alla að kynna sér efni umræðuskjalsins og senda umsögn og taka þannig þátt í þessu mikilvæga samtali.